• Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn
  Upplýsingatækni í Garðaskóla
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn

Myndbandaverkefni

Frásagnarammi

Frásagnarammi (storyboard)
Dæmi # 1 um frásagnaramma
​
Dæmi #2 um frásagnaramma
Dæmi #3 um frásagnaramma
​
​

​Matskvarði

Matskvarði fyrir upplýsingatæknihluta myndbandaverkefna.

​Ókeypis tónlist og hljóð (athugið að geta samt heimilda)

Incompetech
Soundbible

Skráning höfundaréttar

Heimildaritun og höfundaréttur (sjá aftast í skjalinu um kvikmyndir, tónlist og ljósmyndir)

Algeng byrjendamistök

Meðfylgjandi myndband sýnir 15 algeng mistök sem byrjendur gera þegar þeir taka um myndefni. 

Rammar og sjónarhorn (skot)
Fengið af: http://bit.ly/1QZUcP9

Picture

​Staðsetningarskot

Staðsetningarskot (e. establishing shot) er oftast notað sem upphafsskot í flestum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en einnig inn í miðri mynd. Skotið er hugsað til að áhorfandinn geti áttað sig á því hvar (og stundum hvenær) myndin gerist. Staðsetningarskot geta verið löng.

Fjarmynd

Fjarmynd (e. Long shot / Full shot / Wide shot) sýnir alla manneskjuna í ramma myndarinnar og á að staðsetja hana í ákveðnum aðstæðum eða umhverfi. Staðsetningarskot (sjá fyrir ofan) breytast stundum í langskot af manneskju sem leikstjórinn vill að áhorfandinn taki eftir.

Miðmynd

 Miðmynd (e. Medium shot) eru vinsæl tegund skota og hentug til að sýna samtöl tveggja aðila eða nokkrar manneskjur í einu. Miðlungsskotið sýnir persónur í meirihluta rammans en samt sést bakgrunnur sem gefur til kynna staðsetningu og umhverfi. Miðlungsskot gefa einnig til kynna tilfinningar/tjáningu fólks að hluta til. Ef tilfinningar eru mikilvægar fyrir atriðið er betra að nota nærmynd (sjá fyrir neðan). Í flestum tilvikum er miðmynd notuð til að skipta á milli fjarmyndar og nærmyndar.

Nærmynd

Nærmynd (e. Close up) er notað í bland við miðmynd og fjarmynd. Nærmynd sýnir best tilfinningar og smáatriði þar sem manneskjan/hluturinn fyllir eiginlega alveg upp í rammann. Að færast frá miðmynd yfir í nærmynd (í sama skotinu) eða öfugt kallast aðdráttur (sjá fyrir neðan).

Low angle / high angle

Low angle sjónarhorn er þegar myndavélin er fyrir neðan augnlínu manneskjunnar. Þetta sjónarhorn getur gefið til kynna að viðkomandi manneskja sé sterk og valdamikil.

​High angle sjónarhorn er þegar myndavélin er staðsett fyrir ofan manneskjuna og horfir niður. High angle sjónarhorn getur gefið til kynna að manneskjan sé særanleg/viðkvæm t.d. ef viðeigandi tónlist er notuð. 

Yfir öxlina

Sjónarhorn yfir öxlina (e. Over the shoulder) er algengt þegar verið er að sýna samtal milli tveggja persóna. Öxl og hluti af vangasvip/aftan á höfði á manneskju er notað til ramma inn skotið.

Pan skot

Pan skot (e. Pan shot) er láréttur snúningur á myndavélinni, frá einum punkti til annars.
Pan skot geta einnig verið heill hringur (360°).

1. persónu sjónarhorn

1. persónu sjónarhorn (e. Point of view shot) sýnir hvað persóna er að horfa á. Þessi tegund of skotum er þekkt í t.d. hryllingsmyndum þar sem atriði eru sýnd með sjónarhorni morðingjans, án þess að sýna morðingjann í mynd. Einnig er hægt að nota þetta sjónarhorn til að sýna upplifun persónu af atburði og svo er klippt yfir í mynd af persónunni til að sýna hennar viðbrögð.

Steadycam

Steadycam er eitt stöðugt skot (geta verið mismunandi löng) sem t.d. fylgir persónum eftir. Steadycam er tekið með því að festa myndavélina á ákveðinni búnað en einnig er hægt að taka atriðið upp með því að halda á myndavélinni (þarf þó að passa vel hristing) eða setja hana á vagn af einhverju tagi.
Í meðfylgjandi myndbandi er klipping notuð til að láta sem stór hluti myndarinnar sé tekinn upp í einu, mjög löngu, skoti.

​Samantekt á mismunandi atriðum

Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að sjá stutta samantekt á ofangreindu, sem og fleiri og ítarlegri dæmi.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn