• Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn
  Upplýsingatækni í Garðaskóla
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn
Til baka

Láttu tæknina vinna með þér 2016-2017

Skólaárið 2016-2017 fékk Garðskóli styrk til að þróa kennsluhætti og fræðslu til nemenda, foreldra og kennara um lesblindu og þau upplýsingatækniverkfæri sem gætu gagnast í námi til að jafna stöðu lesblindra nemenda í skólastofunni. Markmið verkefnisins voru:
- að kynna fyrir kennurum, nemendum og foreldrum hvernig nýta megi tæknibúnað s.s. tölvur, síma og önnur snjalltæki í þágu nemenda með lestrarerfiðleika, þ.e. ala notendur upp til ábyrgðar. 
-kenna nemendum með lesblindu að nýta sér talgervla til að lágmarka áhrif lesblindu á nám.
-að þróa og prófa verkefnagerð með kennurum þannig að uppsetningin henti fyrir talgervla.
-fá kennara í samstarf með að bjóða upp á hljóðskrár í prófum svo lesblindir nemendur sitji við sama borð og aðrir nemendur. 

Helsti afrakstur verkefnisins má finna hér fyrir neðan en einnig má skoða lokaskýrslu verkefnisins:

Samtöl við nemendur og foreldra
Kennsluráðgjafi bauð upp á samtöl við nemendur með lesblindugreiningu og foreldra þeirra um þá þjónustu sem boðið er upp á í Garðaskóla og verkfæri sem hugsanlega gætu nýst þeim í námi. Samtölin tóku oftast um klukkustund og fundargerð ásamt tenglum á verkfærin var send foreldrum, umsjónarkennara og deildarstjóra námsvers. Tékklisti var nýttur í viðtölunum og sífellt í þróun. Dæmi um hljóðskrár og uppsetning spurninga á mismunandi prófum var einnig kynnt.

Fræðsla til kennara um uppsetningu prófa og hljóðskráa
Verkefnastjórar kynntu sömu verkfæri fyrir kennurum og rætt var um við nemendur og foreldra. Leiðbeiningar í tengslum við uppsetningu prófa fyrir talgervil voru útbúnar. 

Viðhorfskönnun til nemenda með lesblindu 
Verkefnastjórar lögðu fyrir viðhorfskönnun um notkun mp3 spilaranna í prófum.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn