• Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn
  Upplýsingatækni í Garðaskóla
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn
Til baka

Myndvinnsla

Myndefni á netinu er, eins og flest annað efni á netinu, oft bundið höfundarétti og því ólöglegt að hlaða því niður nema að greiða fyrir það og þá er það oftast einungis til einkanota, ekki til breytingar eða dreifingar.

Undanskilið er efni sem merkt er með Creative Commons leyfinu en með því leyfir höfundur/eigandi hverjum sem er að nýta efnið í sín eigin verk. Í flestum tilvikum er þó óskað eftir því að viðkomandi taki fram hvaðan efnið komi (sjá upplýsingar um heimildaskráningu ef óskað er eftir heimildaskrá). Hægt er að leita eftir efni sem er merkt með Creative Commons leyfinu.

Photos for Class er vefsíða sem sérstaklega stílar inn á skóla og menntaefni. Allar myndir eru merktar með Creative Commons leyfi og upplýsingar um heimildaskráningu fylgir þegar náð er í mynd.

Hægt er að leita að myndum merktar "Til endurnotkunar" í gegnum Google leitarvélina.
Picture

Aðgengilegt í öllum nettengdum tölvum

Litaval í stafrænu efni

Picture
Litahjól eru hjálpleg þegar verið er að velja liti fyrir t.d. myndir eða vefsíður. Í gegnum Adobe Color Wheel vefsíðuna er hægt að stilla eftir mismunandi litareglum.

Oft getur verið erfitt að finna nákvæmlega rétta litinn, sérstaklega ef verið er að fara á milli forrita. Ef þú veist HEX litakóðann geturðu notað þessa síðu til að finna út RGB og öfugt. Þessi síða getur líka verið hjálpleg.

Hér má finna smá lesefni á ensku um litakenningar og - reglur og til að rifja upp má skoða þennan myndrenning (infographic).


Aðgengilegt í öllum nettengdum tölvum og smáforritið í öllum iPad snjalltækjum

Spark Post (hluti af Adobe Spark)

Picture
Adobe Post býður upp á einfalda samþættingu myndar- og texavinnslu með það fyrir augum að birta efnið rafrænt. Margir möguleikar eru fyrir hendi en forritið einblínir sérstaklega á myndir sem hægt er að deila á ýmsum samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að hlaða mynd niður sem JPEG skrá.

Post er hluti af Adobe Spark skýjalausninni
 sem er aðgengileg í gegnum netvafra en einnig sem smáforrit í iPad. Notendur þurfa að stofna Adobe ID notendanafn en geta eftir það vistað og haft aðgengi að gögnum í mörgum mismunandi tækjum.  

Picture
Kennslumyndbönd

Aðgengilegt á öllum iPad snjalltækjum

Adobe Draw

Picture
Adobe Draw er smáforrit í iPad og Android snjalltæki sem virkar sem hliðstæða við Adobe Illustrator forritið. Boðið er upp á einfalda myndvinnslu, bæði fríhendis og svo út frá ljósmyndum.  

Margar leiðir eru til að deila myndum sem unnar eru í forritinu, hvort sem vistað er í "Photos" eða verkið vistað í skýjalausn Adobe til að opna í Illustrator forritinu í tölvu. 

Picture
Kennslumyndband á ensku

Aðgengilegt á öllum iPad snjalltækjum

Adobe Photoshop Mix

Picture
Eins og Adobe Draw, er Photoshop Mix smáforrit í iPad og Android snjalltæki sem virkar sem hliðstæða við Adobe Photoshop forritið. 




Photo Gallery

Aðgengilegt á öllum PC tölvum
Picture
Photo Gallery er sjálfgefið myndvinnslu forrit í nýjustu Windows stýrkerfunum. Hægt er að endurvinna myndir, skipulegga þær og dreifa þeim á milli.

Picture
Kennslumyndbönd

Aðgengilegt í öllum PC tölvum

GIMP

Picture
GIMP er ókeypis forrit sem hægt er að nýta á marga vegu, m.a. í myndvinnslu, teikningar fríhendis og skráarbreytingar.

Picture
Kennslumyndbönd
Picture
Kennslumyndbönd á ensku

Aðgengilegt í öllum PC tölvum

InkScape

Picture
InkScape er ókeypis forrit sem nýtist t.d. í gerð vektormynda sem m.a. hægt er að nýta í 3D prentara, laserskera og vínilskera.

Picture
Kennslumyndbönd

​Aðgengilegt í Apple borðtölvum í Myndmennt, Tónmennt og Þristinum

Adobe Illustrator

Picture
Adobe Illustrator er eitt þekktasta vektorgerðarforritið á markaðnum. Vektorar eru myndir sem halda lögun sinni þegar myndirnar eru stækkaðar og minnkaðar í notkun.

Picture
Kennslumyndbönd á ensku

​Aðgengilegt í Apple borðtölvum í Myndmennt, Tónmennt og Þristinum

Adobe Photoshop

Picture
Adobe Photoshop er eitt þekktasta myndvinnsluforritið á markaðnum. 

Picture
Kennslumyndbönd
Picture
Kennslumyndbönd á ensku
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Stafræn borgaravitund
  • Þristurinn