• Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Þristurinn hönnunarsmiðja
  • Stafræn borgaravitund
  Upplýsingatækni í Garðaskóla
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Þristurinn hönnunarsmiðja
  • Stafræn borgaravitund
Til baka

​Hljóðvinnsla

Hljóðefni á netinu er, eins og flest annað efni á netinu, oft bundið höfundarétti og því ólöglegt að hlaða því niður nema að greiða fyrir það og þá er það oftast einungis til einkanota, ekki til breytingar eða dreifingar.

Undanskilið er efni sem merkt er með Creative Commons leyfinu en með því leyfir höfundur/eigandi hverjum sem er að nýta efnið í sín eigin verk. Í flestum tilvikum er þó óskað eftir því að viðkomandi taki fram hvaðan efnið komi (sjá upplýsingar um heimildaskráningu ef óskað er eftir heimildaskrá). Hægt er að leita eftir efni sem er merkt með Creative Commons leyfinu.

Incompetech er dæmi um síðu þar sem hægt er að leita að hljóðskrárbútum til að nýta í eigin verk. Með hverri hljóðskrá má finna sambærilegan texta og hér fyrir neðan. Í þessu tilviki ætti feitletraði textinn að fylgja með verkinu.
Picture

Að breyta hljóðskrá

Aðgengilegt á öllum nettengdum tölvum
Picture
Mörg hljóðskrárforrit bjóða upp á möguleika um breytingar frá einni skráartýpu yfir í aðra (converting). Einnig er hægt að nýta vefsíður sem þessa til að breyta en þær geta þó haft áhrif á hljóðgæði.


Voice Memos

Aðgengilegt á öllum iPad snjallækjum
Picture
Voice Memos er sjálfgefið smáforrit í snjallsímum frá Apple. Auðvelt er að taka upp hljóðskrár og deila þeim, t.d. í gegnum Google Drive.


Aðgengilegt á öllum iPad snjallækjum

GarageBand

Picture
GarageBand er hljóðvinnsluforrit sem finna má á Apple tölvum og snjalltækjum. Notendur geta unnið með hljóðskrár sem þeir hlaða niður í gegnum iTunes forritið eða búið til sínar eigin hljóðskrár/tekið upp hljóð. Hljóðskrárnar eru í góðum gæðum (AIF eða AIFF) og taka frekar mikið pláss einmitt vegna þess.


Picture
Kennslumyndbönd

Aðgengilegt í öllum PC tölvum

Audacity

Picture
Audacity er frítt hljóðvinnsluforrit þar sem notandinn getur unnið með margar mismunandi tegundir af hljóðum (WAV, AIFF, MP3). 

Proudly powered by Weebly
  • Forsíða
  • Verkfæri
  • Kennslumyndbönd
  • Námstækni
  • Þristurinn hönnunarsmiðja
  • Stafræn borgaravitund