Stafræn borgaravitund
,,Stafrænn borgari, stundum líka kallaður netborgari, er sá eða sú sem notar upplýsingatækni til þátttöku í samfélagi.
Stafræn borgaravitund næst þegar netborgari þekkir bæði rétt sinn og skyldur, og notar netið ábyrgan hátt"
http://borgaravitund.weebly.com/
Stafræn borgaravitund næst þegar netborgari þekkir bæði rétt sinn og skyldur, og notar netið ábyrgan hátt"
http://borgaravitund.weebly.com/
Til að ná utan um það hvað felst í stafrænni borgaravitund er henni víða skipt í níu þætti með vísan í Ribble og Baily (2007). Þessi níu þættir eru:
- Aðgengi: Full þátttaka í stafrænu samfélagi.
- Verslun: Kaup og sala á netinu.
- Samskipti: Rafræn umferð upplýsinga.
- Læsi: Þekking á því hvenær og hvernig viðeigandi er að nota stafræna tækni.
- Siðferði: Siðgæðisvitund sem búist er við af notendum stafrænnar tækni.
- Lög og reglur: Lög og reglur sem gilda um tækninotkun .
- Réttindi og ábyrgð. Réttindi og frelsi sem notendur stafrænnar tækni hafa og þær væntingar um ábyrga hegðun sem fylgja því.
- Heilsa og velferð: Líkamleg og sálræn heilsa í tengslum við notkun stafrænnar tækni.
- Öryggi: Varúðarráðstafanir sem hver og einn notandi þarf að gera til að tryggja öryggi sitt.